Hið íslenzka bókmenntafélag hefur gefið út bókina Háskaleg hagkerfi: Tækifæri og takmarkanir umbóta eftir Þráin Eggertsson. Bókin kom upphaflega út á ensku hjá University of Michigan Press (2005).

Hið íslenzka bókmenntafélag hefur gefið út bókina Háskaleg hagkerfi: Tækifæri og takmarkanir umbóta eftir Þráin Eggertsson. Bókin kom upphaflega út á ensku hjá University of Michigan Press (2005).

Í tilkynningu vegna útgáfunnar segir að í Háskalegum hagkerfum heldur Þráinn áfram að leggja drög að nýrri kerfishagfræði í framhaldi af rómaðri bók sinni Economic Behavior and Institutions (1990) sem hefur birtst á sjö tungumálum. Í nýju bókinni grennslast hann fyrir um það hvers vegna stofnanir sem stuðla að efnahagslegri vanþróun verða til og halda velli og veltir fyrir sér möguleikum og annmörkum kerfisumbóta.

Þráinn Eggertsson er prófessor í hagfræði við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og einnig prófessor í stjórnmálafræði við New York University. Starfsárið 2007-2008 er hann forseti Alþjóðafélagsins um kerfishagfræði, International Society for New Institutional Economics.