Nú geta iPhone notendur hjá Nova nýtt VoLTE tæknina en hún felur það í sér að símtölum er streymt yfir netið í stað þess að fara í gegnum símkerfi. Með VoLTE eru símtölin í háskerpu (HD) og á það bæði við hljóð og mynd og verður tenging símtalana margfalt hraðari segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

„Þessi lausn er í boði fyrir iPhone 6 og nýrri týpur af sömu tegund sem þýðir í dag allt upp í iPhone X,“ segir Magnús Árnason, markaðsstjóri Nova. „Til að hægt að sé að hringja VoLTE símtöl verður viðtakandi símtalsins að vera einnig með síma sem styður við tæknina en fyrir virkar VoLTE í Samsung Galaxy S7 og Note8.“

Til að VoLTE virki í iPhone símum verður að uppfæra stýrikerfið í iOS 11.3 eða nýrra stýrikerfi. „Til að virkja svo lausnina þurfa notendur að fara inn í Settings, þaðan inn í Mobile Data svo mobile Data opitons, smella á Enable LTE og svo á Voice and Data. Þá verður allta hraðara og skýrara.“