„Við reynum hugsanlega að finna húsnæði sem er af svipaðri stærð. Við viljum reyna að vera „small and busy“ eins og búllan er,“ segir Valgarð Sörensen einn eigenda Hamborgarabúllunar í London. Valgarð á ásamt Halli Dan Johansen Laundromat í Reykjavík og Úrillu Górilluna á höfða og í miðbæ Reykjavíkur.Þeir félagar hyggjast á næstunni skipta rekstrinum upp og kemur annar þeirra til með að fylgja búlluni betur eftir í London.

Af rekstrinum innanlands segir Valgarð stöðuna góða. Fyrr á árinu opnaði Úrilla górillan í Austurstræti 12 en staðurinn er einnig rekinn á Stórhöfða. Í sama húsnæði stendur til að opna háskólabar en staðið hefur á því. „Við erum að vinna í háskólabarnum á þriðju hæðinni,“ segir Valgarð. „Það er verkefni sem við erum alltaf með klárt á hliðarlínunni.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.