Félag háskólakennara hefur samþykkt að fara í afmarkað verkfall 25. apríl til 10. maí með 82,8% greiddra atkvæða. 920 voru á kjörskrá en 606 greiddu atkvæði og greiddu því 502 atkvæði með verkfallstillögunni og 104 á móti. Fyrirhugað verkfall yrði haldið á boðuðum próftíma Háskóla Íslands og mun því seta skólalok í uppnám ef til þess kemur.

Í fréttatilkynningu frá Félagi háskólakennara segir að samninganefnd félagsins muni á næstu dögum funda með samninganefnd ríkisins (SNR) og í framhaldinu muni stjórn félagsins taka afstöðu til þess hvort „verkfallsvopninu verði beitt“. Stjórn Félags háskólakennara vonast til þess að hægt verði að ganga til samninga án þess að fara í verkfall.