Ný stefna Bandalags háskólamanna, BHM, var samþykkt á aðalfundi félagsins í síðustu viku. Stefnan nær til menntamála, launamála, jafnréttismála, lífeyrismála og málefna stúdenta og LÍN. Í stefnunni er mikil áhersla lögð á samkeppnishæfni þjóðarinnar.

Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, fjallaði meðal annars um skýrslu McKinsey um hagsæld í ávarpi sínu á aðalfundinum. Hún sagði Ísland eiga langt í land í alþjóðlegum samanburði hvað varðar áætlanagerð og langtímastefnumótun.

„Í mínum huga er ekki vafi á því að forsendur fyrir bættum kjörum og réttindum á vinnumarkaði er blómlegt atvinnulíf sem horfir til framtíðar. Hagsæld á vinnumarkaði byggir á sterku menntastigi og góðri nýtingu þekkingar á öllum sviðum,“ sagði hún undir lok ræðunnar.

Rasmus Conradsen á aðalfundi BHM 2013.
Rasmus Conradsen á aðalfundi BHM 2013.

Fjölmenni á aðalfundi BHM 2013
Fjölmenni á aðalfundi BHM 2013
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Ragna Árnadóttir á aðalfundi BHM 2013.
Ragna Árnadóttir á aðalfundi BHM 2013.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)