Gunnars Svavarssonar, formanns verkefnisstjórnar um byggingu nýs Landspítala, segir að fyrir liggi þverpólitískur stuðningur við byggingu nýs Háskólasjúkrahúss eins og hún er nú lögð upp. Þá hafi Alþingi heimilað stofnun opinbers hlutafélags um verkefnið sem fær heitið Háskólasjúkrahús ohf. Einnig liggi fyrir viljayfirlýsing lífeyrissjóðanna um fjármögnunina en áætlað er að verkefnið kosti í heild 51 milljarð króna.

„Þannig að í sjálfu sér er því ekkert sem á að geta stoppað þetta verkefni. Fjármagnseigendur, þar með taldir lífeyrissjóðirnir hafa lýst yfir áhuga á að lána í framkvæmdina og sú yfirlýsing er afdráttarlaus. Ég er því ekki að sjá fyrir  mér að það sé neitt sem komi til með að stoppa dæmið,” segir Gunnar Svavarsson.