Kostnaðaráætlun norska verkfræðifyrirtækisins Sweco Grøner leggur á það áherslu að reynt sé að komast að sem nákvæmastri niðurstöðu um kostnað við háskólasjúkrahús. Meta þeir hann á 97 milljarða króna.

Norsku verkfræðingarnir hjá Sweco Grøner meta heildarkostnað við fyrirhugað háskólasjúkrahús, þar með talið bílastæðahús, hús BUGL og fæðingardeild, lífvísindasetur, sjúkrahótel, tækjabúnaður, loftræstinga- og hitakerfi, húsgögn, listskreytingar o.s.frv., vera um 83 milljarða króna á verðlagi 1. janúar 2007. Framreiknað miðað við byggingavísitölu nemur þessi upphæð um 97 milljörðum króna á verðlagi 1. maí 2008 eins og greint hefur verið frá í Viðskiptablaðinu undanfarna tvo daga.

Nákvæm áætlun

Skýrsluhöfundar Sweco Grøner leggja áherslu á að iðulega fari kostnaðarmat á fyrri undirbúningsstigum framkvæmda þannig fram að brúttóstærðir séu margfaldaðar með fermetraverði, en í þessu tilfelli hafi fyrirtækið ákveðið að gera nákvæmari áætlun, þar sem það hafi sundurgreint hin mismunandi svæði bygginganna og kostnaðartölur þar að lútandi. Þannig sé mismunandi kostnaður fyrir leguálmur, fyrir umgjörð (svo sem glugga og þök), loftræstinga- og hitakerfi o.s.frv., og taki áætlunin mið af því að mismunandi hlutar framkvæmdanna kosti misjafnlega mikið.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .