Bandarískar háskólaíþróttir velta gríðarlegum fjármunum og þá sérstaklega ameríski fótboltinn og körfuboltinn.

Launahæsti þjálfarinn er Jim Harbaugh, sem þjálfar fótboltalið Háskólans í Michigan (Unitversity of Michigan). Hann er með 9 milljónir dollara í laun á þessu ári eða 940 milljónir króna. Hann tók við háskólaliðinu árið 2015 en þar á undan hafði hann þjálfað NFL-liðið San Fransisco 49ers. Næstur á eftir honum er Mike Krzyzewski, sem þjálfað hefur körfuboltalið Duke háskóla frá árinu 1980. Krzyzewski er með 7,3 milljónir dollara í árslaun eða um 760 milljónir króna.