Kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík útskrifaði 40 nemendur með laugardaginn 30. ágúst sl.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá HR en þessir nemendur voru brautskráðir af fjórum brautum; 19 nemendur voru brautskráðir með meistaragráðu í lýðheilsufræðum, 11 nemendur með MEd í stærðfræði/raungreinum og kennslufræði og 6 nemendur með meistaragráðu í lýðheilsufræði og kennslufræði.

Þá voru 4 nemendur útskrifaðir með diplóma úr kennslufræði.

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra flutti hátíðarávarp við athöfnina og fulltrúar nemenda, Hrafnhildur Jóhannesdóttir og Gígja Gunnarsdóttir, töluðu fyrir hönd útskriftarhópsins.

Þá var nemendum og gestum sýnt nýtt myndband þar sem 10 ára börn ræða um framtíðina, en þann 4. september nk. verður Háskólinn í Reykjavík 10 ára.

Í útskriftarhópnum voru 5 karlar og 35 konur. Elsti útskriftarnemandinn var 60 ára og sá yngsti 27 ára.