Í haust hleypir Háskólinn í Reykjavík af stokkunum nýrri starfseiningu, sem hlotið hefur nafnið „Opni háskólinn“. Með Opna háskólanum setur HR einn hatt yfir margvíslega starfsemi sína sem á það sameiginlegt að vera ekki eiginlegt háskólánám sem leiðir til gráðu, þar á meðal símenntun, frumgreinanám og stjórnendaskóla.

Blaðamaður Viðskiptablaðsins ræddi við Guðrúnu Högnadóttur, framkvæmdastjóra Opna háskólans.

„Opni háskólinn er framlag Háskólans í Reykjavík til þjóðarinnar í tilefni af tíu ára afmæli skólans 4. september næstkomandi,“ segir Guðrún. Að hennar sögn er um að ræða viðbragð við mikilli aðsókn í HR og leið til að bjóða atvinnulífinu aðgang að þekkingarbrunni skólans.

„Háskólinn í Reykjavík var upphaflega stofnaður til að efla samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs, og hefur átt mjög öflugt samstarf með íslenskum og erlendum fyrirtækjum síðastliðin ár.“ Sex svokallaðar „gáttir“ Opna háskólans eiga, að sögn Guðrúnar, að opna HR fyrir almenningi og atvinnulífi.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í helgarblaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .