Hatara-hópurinn er kominn í úrslit Eurovision keppninnar í Tel Aviv í Ísrael sem fer fram á laugardag. Ísland var áttunda landið sem greint var frá að kæmist áfram.

Veðbankar töldu að Hatari kæmist áfram. Stuðlarnir á að Ísland kæmist áfram voru að jafnaði þeir sjöttu lægstu af þeim löndum sem tóku þátt í kvöld.

Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2014 sem Ísland kemst í úrslitin þegar Pollapönk komst áfram með lagið Enga fordóma.

Með Hatara í úrslitin komust framlög Grikkja, Hvít-Rússa, Serba, Kýpverja, Eista, Tékka, Ástrala, Slóvena og San Marínó.