*

þriðjudagur, 18. janúar 2022
Erlent 9. september 2020 11:57

Hathaway setur 80 milljarða í tækni

Berkshire Hathaway hyggst fjárfesta í tæknifyrirtæki, sem telst sjaldgæf sjón, fyrir um 80 milljarða króna.

Ritstjórn
Warren Buffett er forstjóri Berkshire Hathaway og hefur verið það síðan árið 1970.
epa

Berkshire Hathaway, fjárfestingafélag Warren Buffett, hyggst fjárfesta ríflega 570 milljónum dollara, andvirði ríflega 80 milljarða króna, í tæknifélaginu Snowflake sem bíður upp á skýjagagnagrunn.

Fréttirnar komu fram í kjölfar þess að félagið birti vænt verð á frumútboði sínu sem er á bilinu 75-85 dollarar á hvert hlutabréf. Markaðsvirði félagsins getur numið allt að 23,7 milljörðum dollara, andvirði 3.345 milljörðum króna. Til samanburðar er markaðsvirði Dropbox ríflega 8,2 milljarðar dollara.

Alls hyggst Snowflake safna ríflega 3,2 milljörðum dollara í komandi hlutafjárútboði eða um 458 milljörðum króna. Auk Berkshire Hathaway hyggst tæknifyrirtækið Salesforce Ventures að kaupa í Snowflake fyrir um 250 milljónir dollara, andvirði 33,3 milljarða króna.

Segir Financial Times frá því að fágætt sé að Berkshire Hathaway herji á tæknimarkaðinn. Félagið fjárfesti talsverðum fjármunum í IBM árið 2011 og tapaði stórt á því. Síður meir tók félagið stóra stöðu í Apple.