Haldið var upp á endurvakningu fransk-íslenska viðskiptaráðsins með hátíðarkvöldverði í Perlunni á föstudag. Franski Michelin-stjörnukokkurinn Philippe Girardon kom sérstaklega til landsins til að elda fyrir gesti á hátíðarkvöldverðinum. Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, ávarpaði gesti fyrir matinn og fjallaði m.a. um mikilvægi þess að halda ríkisfjármálunum réttu megin við núllið.

Í sínu ávarpi lagði Marc Bouteiller, sendiherra Frakka á Íslandi, um mikilvægi viðskipta milli Íslands og Frakklands. Í sama streng tó Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Frakklandi, og ræddi mikilvægi þess að ná sama árangri og Norðmenn í markaðssetningu á fiski í Frakklandi. Nafn Íslands ætti að vera jafn þekkt sem gæðastimpill á fiskvörur og nafn Noregs er nú.

Meðfylgjandi myndir tók Ragnar Axelsson.

Baldvin Björn Haraldsson, Philippe Girardon,  Marc Bouteiller, og Vigdís Finnbogadóttir.
Baldvin Björn Haraldsson, Philippe Girardon, Marc Bouteiller, og Vigdís Finnbogadóttir.

Vel var mætt á hátíðarkvöldverðinn í Perlunni.
Vel var mætt á hátíðarkvöldverðinn í Perlunni.

Philippe Girardon,  Marc Bouteiller, Stefán Elí Stefánsson og Berglind Ásgeirsdóttir.
Philippe Girardon, Marc Bouteiller, Stefán Elí Stefánsson og Berglind Ásgeirsdóttir.