*

fimmtudagur, 9. desember 2021
Innlent 11. október 2013 09:53

Hátíðarkvöldverður fransk-íslenska viðskiptaráðsins

Fransk-íslenska viðskiptaráðið hefur gengið í endurnýjun lífdaga og stóð fyrir hátíðarkvöldverði á dögunum.

Ritstjórn

Haldið var upp á endurvakningu fransk-íslenska viðskiptaráðsins með hátíðarkvöldverði í Perlunni á föstudag. Franski Michelin-stjörnukokkurinn Philippe Girardon kom sérstaklega til landsins til að elda fyrir gesti á hátíðarkvöldverðinum. Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, ávarpaði gesti fyrir matinn og fjallaði m.a. um mikilvægi þess að halda ríkisfjármálunum réttu megin við núllið.

Í sínu ávarpi lagði Marc Bouteiller, sendiherra Frakka á Íslandi, um mikilvægi viðskipta milli Íslands og Frakklands. Í sama streng tó Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Frakklandi, og ræddi mikilvægi þess að ná sama árangri og Norðmenn í markaðssetningu á fiski í Frakklandi. Nafn Íslands ætti að vera jafn þekkt sem gæðastimpill á fiskvörur og nafn Noregs er nú.

Meðfylgjandi myndir tók Ragnar Axelsson.