Þegar lánsfjárþurrð Vestur­ landa gerði vart við sig 2007 og bankakreppan dundi yfir Vesturlönd 2008, að ekki sé minnst á ríkisskuldakreppuna, evr­ukreppuna og allt það, beindust augu margra að nýmarkaðsríkj­unum funheitu. Myndi sú bóla ekki springa með mestum hvelli, jafnvel þannig að hagkerfi heimsins myndu ekki rétta úr kútnum árum saman?

Kínversk stjórnvöld fullyrtu fyrir sitt leyti, að engin hætta væri á því, þau hefðu annan hátt á við fjármála­ og peningamálastjórn en hin úrkynj­uðu Vesturlönd. Þegar hjól atvinnu­lífsins þar tóku svo að snúast hægar eftir því sem dofnaði yfir helstu út­ flutningsmörkuðum þeirra, var svo lagt upp með móður allra örvunar­ aðgerða. Sú peningainnspýting var ekki ókeypis frekar en annars staðar, en hagfræðingar telja að skulda­ stabbinn í Kína nemi nú um 200% af VLF.  fylgjast