Út er komið hið árlega blað Time Magazine þar sem áhugaverðustu uppfinningar ársins eru kynntar. Að mati Time Magazine er Rheo hátæknihnéð frá Össuri ein af áhugaverðustu uppfinningum ársins 2004 á heimsvísu. Hilmar B. Janusson, þróunarstjóri Össurar veit meira um málið og verður gestur Viðskiptaþáttarins og segir bæði frá vörunni og öðru því sem hefur verið að gerast innan fyrirtækisins.

Að því loknu verður jólaversluninni skoðuð en hún fer nú hvað úr hverju að hefjast ef hún er ekki þegar hafin. Í þáttinn kemur Pálmi Kristinsson, framkvæmdastjóra Smáralindarinnar en óhætt er að segja að verslunarmiðstöðin hafi stækkað og dafnað hratt á undanförnum mánuðum en stöðug aukning hefur verið á gestafjölda frá því Smáralindin opnaði. Meðal helstu frétta er að Bræðurnir Ormsson opna á morgun nýja stórverslun í Smáralindinni undir nafninu Ormsson og ætlar Pálmi að segja okkur allt um málið og jólatraffíkinni sem framundan er.

Og þegar klukkan er orðin hálf fimm kemur í þáttinn Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri CAOZ , en hann ætlar að spjalla um það sem Caoz er að gera, en þeir eru að framleiða teiknimyndir og tölvuleiki. Litla litfan ljóta er til dæmis sköpunarverk Caoz og þar er í undirbúningi stórmynd um goðið Þór og hamar hans.