Miklar en óvenju hægar og bítandi lækkanir á hlutabréfamörkuðum um allan heim það sem af er ári má að miklu leyti rekja til bölsýni vegna áhrifa Úkraínustríðsins og þeirrar hrávöruverðbólgu og framleiðslu- og viðskiptaröskunar sem það hefur leitt af sér, að sögn viðmælenda Viðskiptablaðsins á fjármálamarkaði.

Viðsnúningurinn frá sögulegum hækkunum síðasta árs er nokkru meiri en atburðir ársins gefa tilefni til, en á móti telja þeir markaðinn hafa verið orðinn full bjartsýnan og eftir því afar hátt verðlagðan.

Markaðurinn hér fallið með þrátt fyrir betri aðstæður

Þrátt fyrir fimmtungslækkun íslensku úrvalsvísitölunnar það sem af er ári og vaxandi verðbólgu stendur íslenskur efnahagur og atvinnulíf nokkuð vel heilt á litið. Fjöldaatvinnuleysi faraldursins er gengið til baka, kaupmáttur launa hefur aukist mikið síðustu ár og eiginfjárstaða heimilanna er sterk. Þetta hefur skilað sér í mikilli almennri eftirspurn og örum vexti einkaneyslu.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði