Sveitarfélagið Strandabyggð stendur framarlega þegar kemur að háu hlutfalli kvenna í stjórnunarstöðum. Þetta kemur fram í úttekt Ingibjargar Benediktsdóttur, íbúa á Hólmavík og nema í nútímafræði við Háskólann á Akureyri.

Ingibjörg sýnir fram á að þó að karlar séu enn í meirihluta í helstu stjórnunarstöðum á Vestfjörðum, í atvinnulífi og í stjórnsýslu, þá eigi annað við í Strandabyggð. Þar er mikið um konur í stjórnunarstöðum, meðal annars hafa þrjár konur gegnt embætti sýslumanns frá árinu 1979.

Á Vestfjörðum er menntunarstig kvenna á Vestfjörðum með því lægsta á landinu en um 20-25 konur stunda nám í Strandabyggð. Ingibjörg segist ekki vita til þess að nokkur karlmaður í Strandabyggð stundi háskólanám. Þetta kemur fram á Strandmenn.is.