Þátttökuhlutfall í viðbótarlífeyrissparnaði hefur aukist hratt á síðastliðnum árum. Árið 1999 var það 20% en komið í 47% í árslok 2003. Þátttökuhlutfallið er reiknað með gögnum frá Ríkisskattsstjóra sem dregin eru úr skattskýrslum ársins 2004. Tekinn er fjöldi þeirra sem fá frádrátt vegna viðbótarlífeyrissparnaðar og deilt með fjölda þeirra sem hafa tekjur í skattskýrslum 2004.

Frá janúar 1999 hefur verið heimilt að draga viðbótarframlag að 4% frá skattskyldum tekjum. Í ljósi skylduaðildar að lífeyrissjóðum hér á landi verður 47% þátttökuhlutfall í séreignasparnaði að teljast gott segir í Morgunkorni Íslandsbanka.