*

miðvikudagur, 24. júlí 2019
Innlent 22. ágúst 2013 13:54

Hátt í 11 þúsund búnir að skrá sig

Vel á ellefta þúsund manna hafa skráð sig í Reykjavikurmaraþonið. Erlendum gestum fjölgar mikið.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Tæplega 10.900 höfðu, í gærkvöldi, skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið. Það er 6% aukning frá því á sama tíma í fyrra. 

Skráning hefur aukist í allar vegalengdir miðað við á sama tíma í fyrra, nema í Latabæjarhlaup og 3 km skemmtiskokk. Forsvarsmenn hlaupsins skýra það með verri veðurspá heldur en undanfarin ár. Þegar hefur verið slegið þátttökumet í 10 kílómetra hlaupi, hálfmaraþoni, maraþoni og boðhlaupi.

Erlendir þátttakendur eru komnir yfir 2.000 og eru 34% fleiri en á sama tíma í fyrra. Í fyrra var metþátttaka erlendra þátttakenda þegar 1.693 útlendingar voru skráðir til leiks.