Hæst hefur orðið tæplega 1200% aukning á kreditkortanotkun Íslendinga í Frakklandi, ef miðað er við sama tíma á árinu á undan. Gögn Valitor yfir kreditkortafærslur hafa sýnt að kortanotkun Íslendinga er vægast sagt sveiflukennd og helst þá í hendur við ástand fótboltaleikjanna.

Aukning milli ára á færslufjölda er gífurleg. Minnsta aukningin er þá 328% og sú mesta 1171% þann 21. júní í ár. Til að mynda var kortanotkun í sögulegu lágmarki á meðan á landsleik Íslendinga móti Englandi stóð á, en þá hafa allir verið uppteknir við að horfa á fótboltaleikinn í stað þess að versla sér hluti með kreditkortum. Miðað er við fjölda kreditkortafærslna.