*

laugardagur, 19. september 2020
Innlent 11. maí 2020 17:35

Hátt í 20 þúsund í Kringlunni um helgina

Um 18 þúsund manns heimsóttu Kringluna hvorn daginn um síðastliðna helgi.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Um 18 þúsund manns komu við í Kringlunni hvorn daginn um helgina, og hafa ekki verið fleiri síðan kórónufaraldurinn hófst. Þetta kemur fram í kynningu með fjórðungsuppgjöri Reita sem birtist nú fyrir skemmstu.

Í þann mánuð sem faraldurinn stóð sem hæst hér, frá seinnihluta marsmánaðar þar til í lok apríl, hefur aðsóknin verið í kring um 5 þúsund manns á dag, en til samanburðar heimsóttu 35 þúsund manns Kringluna um miðjan desembermánuð síðastliðinn þegar jólaörtröðin stóð sem hæst.

Stefán Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Sýnar sagði í tísti á laugardag að svokölluð V-laga endurreisn hagkerfis Kringlunnar hefði átt sér stað þann daginn.

Stikkorð: Kringlan