Árið 2009 sendi Íbúðalánasjóður alls út 4303 nauðungarsölubeiðnir samkvæmt því er kemur fram í skriflegu svari við fyrirspurn Viðskiptablaðsins. Þar kemur fram að nú um mánaðamótin eru 1913 nauðungarsölubeiðnir í gangi, þar af 1424 vegna einstaklinga og 459 vegna fyrirtækja.

Samkvæmt upplýsingum sem fengust frá sjóðnum er það reynsla þeirra að þrátt fyrir mikinn fjölda útistandandi nauðungarsölubeiðna þá muni meginhluti þeirra verða afturkallaður áður en til nauðungarsölu kemur.

Rétt er að taka fram að unnt er að afturkalla nauðungarsölubeiðnir allt þar til boð hefur verið samþykkt í eignina. Þetta getur verið allt að 2 mánuðum eftir að nauðungarsalan á sér stað.

Á meðan á samþykkisfresti stendur hefur skuldari svigrúm til að leita samninga við kröfuhafa þannig að uppboðsbeiðni verði afturkölluð. Á árinu 2009 voru 300 eignir fullnustaðar. Þar af keypti Íbúðalánasjóður 251 eignir og aðrir keyptu 49.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu.