Árið 2014 voru starfrækt 26.801 virkt fyrirtæki. Samtals störfuðu um 111 þúsund starfsmenn hjá þessum fyrirtækjum. Rekstrartekjur þeirra námu samtals 3.300 milljörðum íslenskra króna.

Af virkum fyrirtækjum eru 23.718 með færri en 5 starfsmenn, og 25.180 með færri en 10 starfsmenn. Rekstrartekjur þessara fyrirtækja námu tæpum 708 milljörðum króna árið 2014.

Til samanburðar voru einungis 143 fyrirtæki með fleiri en 100 starfsmenn, hjá þeim störfuðu tæplega 42 þúsund og rekstrartekjur námu 1.527 milljörðum króna.

Frá þessu er sagt í frétt Hagstofu , sem birtir nú tölfræði um atvinnugreinar í fyrsta sinn. Tölfræðin byggir á rekstrarframtölum fyrirtækja og einstaklinga. Hún nær til einkageirans utan landbúnaðar, fjármála- og vátryggingastarfsemi.