Hátt í 30% sem kusu tóku ekki ákvörðun fyrr en samdægurs í nýafstöðnum Alþingskosningum. Nær 17% ákváðu sig ekki fyrr en í kjörklefanum eða á kjörstað. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.

Fólk var talsvert seinna að ákveða sig í þessum kosningum ef borið er saman við kosningarnar 2007 og 2009. Í kosningunum á þessu ári þá ákváðu sig til að mynda 31% meira en mánuði fyrir kosningar, en árið 2009 var sú tala 38% og árið 2007, ákváðu 57% sig mánuði fyrir kosningar. Fleiri ákváðu sig á kjördag eða í kjörklefanum eða 29% á þessu ári, samanborið við 26% árið 2009 og 16% árið 2007.

Sjálfstæðismenn ekki lengi að ákveða sig

Talsverður munur var á því hvenær fólk tók ákvörðum um hvað það kaus. Til að mynda voru þeir sem kusu Sjálfstæðisflokkinn líklegastir til að ákveða sig meira en mánuði fyrir kosningar en 46% Sjálfstæðismanna ákváðu sig meira en mánuði fyrir kosningar.

Hins vegar voru kjósendur Bjartrar framtíðar líklegastir til að ákveða sig á kjörstað. 1% þeirra sem kusu Bjarta framtíð ákváðu sig meira en mánuði fyrir kosningar en 34% ákváðu sig í kjörklefanum eða á kjörstað.