Yfirvöld í Króatíu hafa ákært lyfjarisa þar í landi og 364 einstaklinga, flesta lækna, fyrir óeðlilega viðskiptahætti.

Æðstu stjórnendur fyrirtækisins, Farmal, mútuðu fjölda lækna og lyfjafræðinga til þess að ávísa lyfjum fyrirtækisins. Þeir hafa verið ákærðir fyrir mútur, misnotkun á valdi og spillingu.

Fjölmiðlar í Króatíu segja að málið sé eitt það stærsta sinnar tegundar í sögu landsins.

Meira um málið má lesa á vef BBC.