Samkvæmt upplýsingum sem hafa fengist frá Nýja Kaupþingi, Íslandsbanka, Landsbankanum, VBS Fjárfestingarbanka og Byr eru nú 410 íbúðir í eigu þeirra núna. Ljóst er að talsverð aukning hefur orðið á þessum eignum bankanna. Að sögn Jóns Þórissonar, forstjóra VBS Fjárfestingarbanka, hefur nokkur velta verið á þessum lið, bæði er sala nokkur og svo bætist í hópinn jafnt og þétt. Jón segir að þessar eignir séu á ýmsum byggingarstigum, stærsti hlutinn fullbúinn.

"Um er að ræða eignir sem voru í eigu byggingaraðila og fjöldi eignanna segir því ekkert til um fjárhagsstöðu einstaklinga, heldur aðstæðna í þessari iðngrein," sagði Jón en bankinn á nú 120 íbúðir. Í eigu Byrs voru 20 íbúðir 1. september síðastliðinn. Íslandsbanki á 66 íbúðir, Landsbankinn 136 og Nýi Kaupþing 68 og þar af komu 22 í tengslum við yfirtöku Spron.