Byggðastofnun hefur leyst til sín 57 fast­eignir frá hruni, mestanpart fasteignir en einnig báta og annað lausafé. Einungis ein fasteignanna er íbúðarhúsnæði, aðrar flokkast sem atvinnuhúsnæði. Þetta kemur fram í svari frá Hjalta Árnasyni hdl., forstöðumanni lögfræðisviðs Byggðastofnunar, við fyrirspurn Við­skiptablaðsins um þær eignir sem stofnunin hefur leyst til sín.

Á sama tíma hefur byggðastofnun selt 37 eignir fyrir samtals 860 milljónir króna. Þar af eru 29 fasteignir. stofnunin á í dag 28 fasteignir vítt og breitt um landið, en af þeim eru 20 í útleigu.