Um 57 þúsund fátæk börn munu missa pláss á leikskólum í Bandaríkjunum sem niðurgreidd eru af ríkinu. Plássin verða lögð niður vegna niðurskurðar á fjárlögum ríkisins, eftir því sem Bloomberg fréttaveitan greinir frá.

Heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytið í Bandaríkjunum greindi frá þessu í dag, en Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafði áður sagt að hugsanlega yrðu 70 þúsund pláss lögð niður. Niðurstaðan er því farsælli en hann sjálfur hafði búist við.

Leikskólaplássin eru fjármögnuð af lið á fjárlögum sem kallaður er Head Start. Lyndon B. Johnson, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, setti þann lið á fjárlög til að sporna gegn afleiðingum fátæktar. Bloomberg segir að aldrei hafi eins mikið verið skorið niður í þessum lið fjárlaganna frá árinu 1965.