Á milli sextíu til hundrað manns hafa misst vinnuna í fjármálageiranum það sem af er ári, að sögn Friðberts Traustasonar, formanns Samtaka fjármálafyrirtækja. Þar af sagði Sparisjóðabankinn upp þrjátíu manns í vikunni eða um 30% af starfsmönnum fyrirtækisins.

Þá misstu tíu manns vinnuna hjá Spron í vikunni. Einnig voru uppsagnir hjá Existu í síðustu viku, þegar átta manns fengu reisupassann. Þar áður voru uppsagnir hjá  Straumi og Askar Capital, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fjármálafyrirtækja.

Um tólf hundruð manns misstu vinnuna í fjármálageiranum á síðasta ári. Flestum var sagt upp strax í kjölfar bankahrunsins.

Uppsagnarfrestur er að jafnaði um þrír til sex mánuðir.