Hátt í hundrað manns hafa stöðu sakbornings í rannsóknum skattrannsóknarstjóra á aflandsgögnum. Þetta kemur fram í frétta RÚV . Þar af hafa 46 stórfelld brot verið send til saksóknara, og nema því skattaundskotin hundruðum milljóna.

Þeim 46 málum sem vísað hefur verið til saksóknara varða við almenn hegningarlög og geta því varðað allt að sex ára fangelsi. Eins og staðan er núna þá eru málin á borði héraðssaksóknara. Hins vegar þá er skattrannsóknarstjóra ekki heimilt að veita upplýsingar um hvaða félög eða persónur eru að ræða.