Gengi hlutabréfa í VÍS hefur hækkað um 25% frá útboðsgengi í A- og B-hluta hlutafjárútboðsins sem var 7,95 krónur á hlut. Gengi bréfanna stendur í 9,93 krónum á hlut en bréfin voru tekin til viðskipta á miðvikudag í síðustu viku. Sé litið til innra virði félagsins, það er markaðsverðið sem er ríflega 24,8 milljarðar deilt með hreinu eigin fé, þá gefur sú kennitala 1,84.

Ef gengi bréfa í TM, sem skráð verður á markað 8. maí næstkomandi, ætti að vera jafnt innra virði VÍS, þá þarf gengi hlutabréfa í TM að vera 24,76 krónur á hlut. Í nýafstöðnu hlutafjárútboði TM ákvarðaðist gengi í efstu mörkum útboðsins, sem var 20,1 króna á hlut.