„Lög­regla var kölluð til vegna sam­kvæm­is í sal í út­leigu í miðbæ Reykja­vík­ur. Veit­ing­a­rekst­ur er í saln­um í flokki II og ætti því að vera lokaður á þess­um tíma. Í ljós kom að 40-50 gest­ir voru sam­an­komn­ir í saln­um, þar á meðal einn hátt­virt­ur ráðherra í rík­is­stjórn Íslands,“ seg­ir í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu en gleðskapurinn var stöðvaður á ellefta tímanum í gærkvöldi.

Framan af morgni var ekki vitað hvaða ráðherra var í boðinu en í laust fyrir klukkan tíu greindu Vísir og Fréttablaðið frá því að Bjarni Benediktsson hefði verið í Ásmundarsal í gærkvöldi. Hvorki hefur náðst í Bjarna né aðstoðarmenn hans til að fá þetta staðfest.