Haukur Guðjónsson hefur verið ráðinn forstjóri í stað Kristins Geirssonar, sem hefur verið ráðin til Glitnis, og mun hann fara með yfirstjórn bæði B&L og Ingvars Helgasonar. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu munu aðrir stjórnendur halda sínum ábyrgðarsviðum og áfram verður um tvö fyrirtæki að ræða sem starfa munu sjálfstætt.  Viðskiptavinir félaganna tveggja eiga því ekki eftir að verða varir við neinar breytingar.

Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu verður áfram leitað leiða til að ná fram meiri hagkvæmni í rekstri. M.a. með samvinnu í innkaupum og samrekstri á ákveðnum þáttum í bakvinnslu. Bæði félögin standa sterkt, þrátt fyrir tímabundna erfiðleika í efnahagsumhverfinu.