Haukur Oddsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sameinaðs Viðskiptabanka- og rekstrarsviðs Íslandsbanka. Haukur er verkfræðingur að mennt og hefur starfað hjá bankanum sl. tuttugu ár. Undanfarið hefur hann stýrt Rekstrar- og upplýsingatæknimálum.

Einnig hafa verið gerðar breytingar innan sviðsins hjá Íslandsbanka. Kristján Óskarsson verður framkvæmdastjóri útibúasviðs og eignafjármögnunar. Kristján hefur áralanga reynslu, bæði úr atvinnurekstri og bankastarfsemi. Þá verður Hermann Björnsson aðstoðarframkvæmdastjóri útibúasviðs. Ólafur Magnússon verður framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. Hann hefur starfað hjá bankanum sl. fimm ár, nú síðast sem útibússtjóri í Gullinbrú.
Auk þeirra verða áfram framkvæmdastjórar á Viðskiptabanka- og rekstrarsviði Birna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála, Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Eignastýringar, og Guðmundur Kr. Tómasson, framkvæmdastjóri lánastýringar.