*

mánudagur, 13. júlí 2020
Fólk 20. nóvember 2019 16:33

Haukur yfir fjármálastöðugleika SÍ

Haukur C. Benediktsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands.

Ritstjórn
Seðlabanki Íslands er við Kalkofnsveg í Reykjavík.
Haraldur Jónasson

Seðlabanki Íslands hefur gengið frá ráðningu Hauks C. Benediktssonar í stöðu framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika hjá bankanum. 

Í tilkynningu um ráðninguna segir að Haukur hafi fyrst gegnið til liðs við Seðlabankann árið 2001. Hann hafi sinnt öðrum störfum á áraunum frá 2006 til 2009 þegar hann var ráðinn aftur til bankans. 

„Hann sinnti starfi framkvæmdastjóra Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. frá janúar 2013 allt þar til félagið var lagt niður í febrúar 2019. Haukur hefur jafnframt sinnt ýmsum stjórnarstörfum í tengslum við vinnu sína, auk þess að sinna kennslu við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Haukur er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í fjármálum og hagfræði frá London School of Economics.“