Menn og mýs, eins og það hét þegar það var stofnað en heitir nú Men and mice, er búið að vera til núna í um 20 ár, en síðustu 10-15 árin hefur það einbeitt sér að svokölluðum DDI markaði.

Fyrsta D-ið stendur fyrir DNS, næsta D stendur fyrir DHCP og I-ið stendur fyrir IP address management, þetta eru ákveðnir þættir í netkerfum sem oft eru grúppuð saman,“ segir Magnús sem nýlega tók við sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

„Á mannamáli snýst þetta um að hjálpa fyrirtækjum að fá innsýn inn í hvað er að gerast og stjórna netinu hjá þeim. Það eru ákveðin tækifæri á þessum markaði akkúrat núna, sem við þurfum að bregðast við til að ná að grípa.“

Magnús segist hafa fengið tölvuáhuga meðan hann stundaði nám í eðlisfræði við Háskóla Íslands.

„Eftir að hafa klárað hana og tölvunarfræðina hérna heima fór ég til Bandaríkjanna í framhaldsnám og kláraði doktorsgráðu frá Brandeis háskóla í Massachusetts-ríki. Kynntist þar ágætismanni sem var í post doc frá MIT, og hann réð mig til að vinna með sér hjá fyrirtæki sem heitir EMC og var ég þar í átta ár,“ segir Magnús.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð .