Á þriðjudaginn næstkomandi verður haustfundur Landsvirkjunar haldinn í Hörpu. Þar munu stjórnendur Landsvirkjunar fara yfir stöðuna í orkumálum og þær áskoranir sem Íslendingar standa frammi fyrir í orkuvinnslu og raforkusölu.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, mun fjalla um markaðsumhverfið og fjölbreytta eftirspurn og Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, um mikilvægi rammaáætlunar, þær áskoranir og þau tækifæri sem þar liggja. Einnig verður farið yfir kosti í vindorku, vatnsafli og jarðvarma. Fundurinn hefst klukkan 14.00 í Silfurbergi í Hörpu.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, mun flytja ávarp í upphafi fundar og Brynja Þorgeirsdóttir verður fundarstjóri.