*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 10. maí 2016 10:27

Hávær umræða um skort á vinnuafli

Þriðjungur fyrirtækja telja skort á starfsfólki.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Svo virðist sem áhyggjur manna í dag beinist ekki eins mikið að atvinnuleysinu eins og verið hefur á síðustu árum. Nú ræða menn þvert á móti meira um skort á vinnuafli og væntanlegan mikinn innflutning erlends vinnuafls. Þetta er niðurstaða Hagsjá Landsbankans sem birt var í dag. 

Í Hagsjánni er rifjað upp að samkvæmt mati stjórnenda í könnun Seðlabankans og Samtaka atvinnulífsins frá því í mars telji um þriðjungur fyrirtækja að um skort á starfsfólki sé að ræða samanborið við 17% á síðasta ári. Umræðan sé því aftur orðin hávær um að ekki verði hægt að anna vinnuaflseftirspurn á næstu árum með innlendu vinnuafli einvörðungu og því þurfi innflutningur vinnuafls að stóraukast.

Í mars hafði atvinnuþátttaka síðustu 12 mánuði verið 82,7% að meðaltali. Samsvarandi tala í mars 2015 var 81,9%. Á árinu 2007 var atvinnuþátttaka að meðaltali 83,6% og 82,8% á árinu 2008. Árið 2012 var atvinnuþátttakan að meðaltali 80,5% þannig að hún er nú rúmum tveimur prósentustigum meiri en var þá.

Starfandi einstaklingum fjölgaði um sex þúsund á árinu 2015 frá árinu áður. Frá árinu 2012 hefur starfandi einstaklingum fjölgað um rúm fjórtán þúsund.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is