Havyard hefur samið við Fáfni Offshore um hönnun á skipi sem er sérútbúið til þess að þjónusta olíuborpalla. Í tilkynningu frá Havyard segir að skipið verði hannað í Leirvik í Sogni í Noregi. Kostnaðurinn við smíði skipsins mun nema 350 milljónum norskra króna eða 7 milljörðum íslenskra króna.

Í tilkynningu frá Havyard segir að skipið verði hannað í samræmi við helstu nútímakröfur í umhverfisvernd. Havyard hefur áður hannað skip fyrir Fáfni Offshore. Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkisráðherra, tilkynnti um fyrirhugaða smíði þess í mars á síðasta ári. eins og VB.is greindi þá frá.