„Skráning HB Granda á Aðalmarkaðinn markar tímamót á margan hátt.” sagði Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar í tilefni af því að viðskipti voru í morgun færð frá First North-markaðnum yfir á Aðalmarkaðinn. Páll benti í ræðu sinni á að HB Grandi væri fyrsta félagið hér á landi sem færir sig á milli markaða. Þá benti hann á að HB Grandi sé fyrsta sjávarútvegsfélagið í mörg ár sem komi inn á markaðinn.

HB Grandi er áttunda félagið sem skráð er á aðallista í kauphöll á Norðurlöndunum og annað félagið til að vera skráð á markað hér á landi.

Sjötíu viðskipti voru með hlutabréf HB Granda á hlutabréfamarkaði í dag fyrir 523,6 milljónir króna. Gengi hlutabréfa félagsins endaði í 27,9 krónum á hlut. Það var 20 aurum eða 0,7% yfir útboðsgengi með 27% hlut í félaginu fyrr í mánuðinum. Dagslokagengið var hins vegar 10% undir gengi bréfanna eins og það stóð á First North-markaðnum áður en hlutabréfin færðust yfir á Aðalmarkað.

Haraldur Guðjónsson, ljósmyndari Viðskiptablaðsins, var að sjálfsögðu viðstaddur um það leyti sem viðskipti hófust með hlutabréf HB Granda á Aðalmarkaði.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)