HB Grandi var rekinn með 4,2 milljarða króna tapi fyrir skatta á fyrri helmingi ársins á móti 3,6 milljarða hagnaði á sama tímabili í fyrra.

Rekstrahagnaður félagsins fyrir fjármagnsliði nam 858,5 milljónum króna á móti tæpum tveimur milljörðum árið áður.

EBITDA nam tæplega 1,4 milljörðum króna  á móti 2,5 í fyrra en þar af voru um 600 milljónir hagnaður af sölu skipa.

Miklar sveiflur í gengismun skýra að stórum hluta til verri afkomu en gengistap og verbætur lána námu um 4,5 milljörðum króna en á sama tímabili í fyrra var gengishagnaður umfram verðbætur tæpir tveir miljarðar króna.