Hagnaður HB Granda á fyrri helmingi ársins nam 2,6 milljörðum króna. EBITDA, eða rekstrarhagnaður, nam 3,9 milljörðum.

Rekstrarhagnaður er 770 milljónum krónum lægri á fyrri helmingi ársins en á samatímabili í fyrra. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að þetta megi rekja til auðlindaskattarins. Tekjur fyrirtækisins á fyrri helmingi þessa árs námu 16,1 milljarði.

Eignir félagsins nema samtals 48,7 milljörðum króna, skuldir 20,8 milljörðum og eigið fé er 27,9 milljarðar.