Gengi bréfa HB Granda hélt áfram að hækka í dag eftir að félagið kynnti árshlutauppgjör sitt í síðustu viku. Nam gengishækkun dagsins 2,17% í 380 milljóna króna veltu. Einnig hækkaði gengi bréfa Icelandair um 1,02%, VÍS um 0,45% og Sjóvár um 0,33%.

Þá lækkaði gengi bréfa N1 um 1,1%, Haga um 1,07%, Vodafone um 0,4%, TM um 0,38%, Eimskips um 0,32% og Marels um 0,15%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,21% í viðskiptum dagsins og stendur í 1.271 stigi. Heildarvelta dagsins nam 1.554 milljónum króna.