*

mánudagur, 6. desember 2021
Innlent 31. maí 2019 17:00

HB Grandi hækkaði um 4,4%

Verð á hlutabréfum í HB Granda hækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 4,4% í 88 milljóna króna viðskiptum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Verð á hlutabréfum í HB Granda hækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 4,4% í 88 milljóna króna viðskiptum. Marel hækkaði næstmest eða um 3,76% í 457 milljóna króna viðskiptum. 

Aðeins þrjú félög lækkuðu í dag og voru það Kvika, Eimskip og Skeljungur. Kvika lækkaði um 2,29%, Skeljungur um 1,78% og Eimskip um 2,75%.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam um 2,7 milljörðum króna. Hlutabréfavísitalan hækkaði um 2,78%.