Heildarvelta í Kauphöllinni í dag nam 14,4 milljörðum króna og þar af voru viðskipti með skuldabréf um 12,6 milljarðar og viðskipti með hlutabréf á aðalmarkaði voru um 1,8 milljarðar.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,53% í dag og hefur hækkað um 26,64% á árinu. Aðalvísitala skuldabréfa lækkaði hins vegar um 0,02%.

Mest var hækkunin hjá HB Granda, eða 1,94%. VÍS hækkaði um 1,54%, TM um 1,2%, Sjóvá um 1,06%, Marel um 0,98%, Icelandair um 0,51% og N1 um 0,23%.

Lækkunin var mest hjá Össuri, eða 2,04%. Vodafone lækkaði um 1,26% og Hagar um 0,6%. Mest viðskipti voru með bréf í Marel, eða 682,5 milljónir.