*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 10. janúar 2017 17:10

HB Grandi hækkar mest

Gengi bréfa HB Granda hækkaði um 3,53 prósentustig í dag í 225,7 milljón króna viðskiptum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq lækkaði í dag um 0,17 prósentustig. Heildarvelta dagsins á mörkuðum nam 13,2 milljörðum. Þar af var velta á hlutabréfamarkaði 2,2 milljarðar og velta á skuldabréfamarkaði rúmar 11 milljarðar.

Ekkert af Úrvalsvísitölufélögunum hækkaði, en gengi bréfa Eikar fasteignafélags lækkaði mest af þeim eða um 1,49 prósentustig í 232,7 milljón króna viðskiptum. Einnig lækkaði gengi bréfa Reita um 1,06 prósentustig í 115 milljón króna viðskiptum.

Langmest hækkun var á gengi bréf HB Granda í dag, en þau hækkuðu um 3,53 prósentustig í 225,7 milljón króna viðskiptum. Einnig hækkaði gengi bréfa Nýherja um 0,47 prósentustig í litlum viðskiptum. Gengi bréfa Regins fasteignafélags lækkaði um 0,75 prósentustig í 238 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA lækkaði um 0,1% í dag í 10,1 milljarða viðskiptum. Þar af lækkaði hlutabréfavísitala GAMMA lítillega í dag í 2 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,1% í dag í 7 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 0,9 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,5% í 6,1 milljarða viðskiptum.