Fjárfestar virðast taka nýju uppgjöri HB Granda nokkuð vel, þrátt fyrir að hagnaðurinn dragist saman um helming. Velta með bréf félagsins nemur 413 milljónum og hafa bréfin hækkað um 8,96% miðað við síðustu viðskipti.

Ekkert félag hefur hækkað jafn mikið í Kauphöllinni i dag. Gengi bréfa í TM hefur hækkað um 2,52% í 105 milljóna króna viðskiptum og Icelandair hefur hækkað um 2,56% í 245 milljóna króna viðskiptum.

Vodafone lækkaði um 0,96% í 131 milljóna króna viðskiptum og Reginn lækkaði um 0,93% í 168 milljóna króna viðskiptum.

VB.is greindi frá árshlutauppgjöri HB Granda fyrr í dag.