Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,01% í dag en viðskipti á hlutabréfamarkaði námu rúmlega 1,4 milljarði króna. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,01% og stendur því í 1.364,43 stigum, en viðskipti með skuldabréf námu tæplega 2 milljörðum króna.

Mest hækkun var á bréfum Nýherja sem hækkaði um 2,72% en í aðeins 29 milljóna króna viðskiptum. Bréf félagsins stóðu í 26,40 krónum við lokun markaða. Þá hækkaði HB Grandi næst mest eða um 1,84% í 233 milljón króna viðskiptum. Bréf útgerðarinnar standa því í 33,15 krónum.

Mest lækkun var á bréfum Icelandair eða 0,66% en í aðeins 9 milljón króna viðskiptum. Bréf flugfélagsins stóðu í 15,05 krónum í lok dags. Næst mest lækkuðu Hagar eða um 0,14% og stóðu bréfin í 35,85 krónum í lok dags. Viðskipti með bréf haga námu 111 milljónum króna.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,14% í dag í tæpum 1,4 milljarðs viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,01 í ríflega 1,2 milljarðs viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar stóð í stað í óverulegum viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,04% í tæplega 1,2 milljarðs viðskiptum.