HB Grandi hf. hefur nú ákveðið að hætta við þátttöku sína í sjávarútvegssýningu sem haldin verður í Brussel dagana 26.-28. apríl. Áætlað hafði verið að senda 27 starfsmenn félagsins á sýninguna, þar sem kaupendum eru kynntar þær afurðir sem HB Grandi hefur upp á að bjóða.

Ástæðan er sú að fyrirtækið telur óvíst að hægt sé að tryggja öryggi starfsmanna sinna með viðunandi hætti í kjölfar hryðjuverkjaárásanna sem gerðar voru í borginni fyrir fáeinum dögum síðan. Slík ferð gæti, að sögn HB Granda, ollið starfsmönnum og fjölskyldum þeirra óþægindum og kvíða.

HB Grandi segist vera í góðu sambandi við kaupendur sína, og muni styrkja tengsl sín við umheiminn á annan hátt en með þátttöku í ráðstefnunni í Brussel í ár. Þá er einnig gert ráð fyrir því að þráðurinn verði tekinn upp þar sem frá verður horfið að ári liðnu.