*

föstudagur, 28. janúar 2022
Innlent 2. mars 2018 17:29

HB Grandi heldur áfram að lækka

Í gær lækkuðu bréf félagsins um ríflega 5% en í dag lækkuðu þau þó öllu minna eða um 2,33%.

Ritstjórn
Úr makrílvinnslu HB Granda á Vopnafirði.

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,01% í dag og stendur í 1.783,35 stigum en viðskipti á hlutabréfamarkaði námu ríflega 1,5 milljörðum króna. Aðalvísitala skuldabréfa lækkaði einnig um 0,01% og stendur því í 1.364,08 stigum, en viðskipti með skuldabréf námu rúmlega 2 milljörðum króna.

Mest hækkaði VÍS eða um 0,95% í tæplega 47 milljón króna viðskiptum en við lokun markaða stóðu bréf félagsins í 12,75 krónum. Þá hækkuðu bréf Haga næst mest eða um 0,80% í tæplega 343 milljón króna viðskiptum. Bréf Haga stóðu því í 44,35 í lok dags.

Bréf HB Granda héldu áfram að lækka en í gær lækkuðu þau um rúmlega 5%. Í dag var lækkunin þó minni ea um 2,33% í rétt rúmlega 87 milljón króna viðskiptum. Bréf útgerðarinnar lækkuðu því mest á mörkuðum í dag en þau fást nú á 31,40 krónur. Þá lækkuðu bréf Sjóvár næst mest en í óverulegum viðskiptum.